Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vongóður um að endurheimta Mendy og Ceballos fyrir London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid vonast til að vera kominn með Ferland Mendy og Dani Ceballos aftur til æfinga fyrir 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Ríkjandi meistarar Real heimsækja Arsenal í afar spennandi slag, en bakvörðurinn Mendy og miðjumaðurinn Ceballos eru tæpir.

„Við vonumst til að Ferland Mendy og Dani Ceballos verði báðir leikhæfir í fyrri leiknum gegn Arsenal. Við erum að gera okkar besta," sagði Ancelotti.

Arsenal tekur á móti Real Madrid 8. apríl og verða heimamenn án Kai Havertz, Gabriel Jesus og Takehiro Tomiyasu. Bukayo Saka, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli ættu að vera komnir til baka úr sínum meiðslum í tæka tíð fyrir stórleikinn.

Real Madrid verður án Eder Militao og Dani Carvajal í leiknum. Thibaut Courtois ætti að vera orðinn góður og þá eru Mendy og Ceballos tæpir.
Athugasemdir
banner
banner
banner