Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   mán 31. mars 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Ellefu leikir í röð án sigurs hjá Las Palmas
Alberto Moleiro
Alberto Moleiro
Mynd: EPA
Celta 1 - 1 Las Palmas
1-0 Alfon Gonzalez ('45 )
1-1 Alberto Moleiro ('48 )

Las Palmas hefur ekki unnið leik á árinu 2025, liðið nældi aðeins í sitt fjórða stig úr síðustu ellefu leikjum í kvöld.

Las Palmas heimsótti Celta Vigo í kvöld og heimamenn komust yfir í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Alfonso Gonzalez skoraði með skoti úr teignum í fjærhornið.

Alberto Moleiro jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks.

Fabio Silva kom boltanum í netið á 72. mínútu fyrir Las Palmas en markið var dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdragandanum.

Las Palmas er í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti. Celta Vigo er í 8. sæti, sjö stigum frá Real Betis sem situr í 6. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 29 21 3 5 82 28 +54 66
2 Real Madrid 29 19 6 4 62 29 +33 63
3 Atletico Madrid 29 16 9 4 47 23 +24 57
4 Athletic 29 14 11 4 46 24 +22 53
5 Villarreal 28 13 8 7 51 39 +12 47
6 Betis 29 13 8 8 40 36 +4 47
7 Vallecano 29 10 10 9 33 31 +2 40
8 Celta 29 11 7 11 42 42 0 40
9 Mallorca 29 11 7 11 28 35 -7 40
10 Real Sociedad 29 11 5 13 27 31 -4 38
11 Getafe 29 9 9 11 26 25 +1 36
12 Sevilla 29 9 9 11 33 39 -6 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Girona 29 9 7 13 37 45 -8 34
15 Valencia 29 7 10 12 32 46 -14 31
16 Espanyol 28 7 8 13 27 40 -13 29
17 Alaves 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 29 6 8 15 33 48 -15 26
20 Valladolid 29 4 4 21 19 65 -46 16
Athugasemdir
banner
banner