Milan að missa af Evrópu?
Napoli 2 - 1 AC Milan
1-0 Matteo Politano ('2)
2-0 Romelu Lukaku ('19)
2-1 Luka Jovic ('84)
1-0 Matteo Politano ('2)
2-0 Romelu Lukaku ('19)
2-1 Luka Jovic ('84)
Titilbaráttulið Napoli fékk AC Milan í heimsókn í stórleik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans.
Lærisveinar Antonio Conte fóru vel af stað og komust í tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins með mörkum frá Matteo Politano og Romelu Lukaku.
Napoli var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og nýtti færin sín vel. Milan tók stjórn á leiknum í síðari hálfleik og klúðraði Santi Giménez vítaspyrnu á 69. mínútu.
Luka Jovic kom inn af bekknum á 80. mínútu og minnkaði muninn eftir góðan bolta frá Theo Hernández en Milan tókst ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir.
Napoli tókst að þrauka og halda forystunni til leiksloka. Niðurstaðan 2-1 sigur sem heldur lífi í titilbaráttuna.
Napoli er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Inter.
Milan er í níunda sæti, fimm stigum frá Evrópusæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir