Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Þurfti óvænt að fara í aðgerð á leikdegi
Mynd: EPA
Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður AC Milan, fór óvænt í botnlangaaðgerð í gær eftir að hafa verið greindur með bráða botnlangabólgu.

Loftus-Cheek vaknaði með verki og fór á sjúkrahús þar sem aðgerðin var framkvæmd en hann átti að vera í byrjunarliði Milan sem tapaði 2-1 fyrir Napoli í gær.

Loftus-Cheek hefur verið mikið á meiðslalistanum á þessu tímabili og aðeins leikið fjórtán leiki í ítölsku A-deildinni.

„Ég hef passað mig á að vera aldrei með neinar afsakanir síðan ég tók við starfinu en dagurinn var mjög erfiður," segir Sergio Conceicao, stjóri AC Milan.

„Loftus-Cheek átti að byrja en ég vaknaði 7:30 þegar læknirinn hringdi í mig og sagði að hann væri veikur. Malick Thiaw var með gubbupest og gat ekki heldur spilað. Svo fann Rafael Leao fyrir verki í kálfanum og ég ákvað að það væri best að hann myndi byrja á bekknum."

Milan er í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar og spilamennskan alls ekki verið eftir væntingum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner
banner