Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja að Salah sé enn áhugasamur
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Forystumenn hjá fótboltadeildinni í Sádí-Arabíu telja enn góðar líkur á því að Mohamed Salah sé enn að íhuga að fara í deildina í sumar.

Samningur Salah hjá Liverpool rennur út í sumar og er hann með nýtt samningstilboð á borðinu, en það er enn talað um Sádi-Arabíu.

Samkvæmt heimildum Telegraph telja forystumenn deildarinnar í Sádi-Arabíu framherjann enn hafa áhuga á því að koma í deildina.

Salah er einn af þremur lykilmönnum Liverpool sem er að verða samningslaus í sumar. Það eru allar líkur á því að Trent Alexander-Arnold sé að fara til Real Madrid og er spurning hvað Virgil van Dijk og Salah gera.
Athugasemdir
banner
banner