Yerson Mosquera, varnarmaður Wolves, hefur framlengt samning sinn við félagið en samningurinn gildir til ársins 2030 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Mosquera er 23 ára gamall og gekk til liðs við félagið frá Atletico Nacional árið 2021. Hann var á láni hjá FC Cincinnati fyrri hluta tímabilsins 2023/24. Hann fór síðan á lán til Villarreal þar sem hann stóð sig vel.
Mosquera er 23 ára gamall og gekk til liðs við félagið frá Atletico Nacional árið 2021. Hann var á láni hjá FC Cincinnati fyrri hluta tímabilsins 2023/24. Hann fór síðan á lán til Villarreal þar sem hann stóð sig vel.
Hann fékk tækifæri með Úlfunum í byrjun tímabilsins sem er í gangi en varð fyrir því óláni að slíta krossband í fimmta leiknum á tímabilinu gegn Aston Villa.
„Hann er meiddur en hann er alltaf með liðsfélögum sínum og gefur frá sér jákvæða orku. Hann fer á völlinn og er jákvæður. Þetta er prófíll sem ég kann vel við að sé í mínu liði. Mosquera sem ég sé daglega smitar frá sér góða orku. Inn á vellinum er leikmaður sem færir okkur eitthvað meira, utan vallar er hann leiðtogi með brosinu, ég er mjög ánægður fyrir hans og okkar hönd," sagði Vitor Pereira, stjóri Wolves.
Athugasemdir