Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerir nýjan fimm ára samning við Wolves - Aðeins spilað fimm leiki
Mynd: EPA
Yerson Mosquera, varnarmaður Wolves, hefur framlengt samning sinn við félagið en samningurinn gildir til ársins 2030 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Mosquera er 23 ára gamall og gekk til liðs við félagið frá Atletico Nacional árið 2021. Hann var á láni hjá FC Cincinnati fyrri hluta tímabilsins 2023/24. Hann fór síðan á lán til Villarreal þar sem hann stóð sig vel.

Hann fékk tækifæri með Úlfunum í byrjun tímabilsins sem er í gangi en varð fyrir því óláni að slíta krossband í fimmta leiknum á tímabilinu gegn Aston Villa.

„Hann er meiddur en hann er alltaf með liðsfélögum sínum og gefur frá sér jákvæða orku. Hann fer á völlinn og er jákvæður. Þetta er prófíll sem ég kann vel við að sé í mínu liði. Mosquera sem ég sé daglega smitar frá sér góða orku. Inn á vellinum er leikmaður sem færir okkur eitthvað meira, utan vallar er hann leiðtogi með brosinu, ég er mjög ánægður fyrir hans og okkar hönd," sagði Vitor Pereira, stjóri Wolves.
Athugasemdir
banner