Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Högg fyrir Lazio í baráttunni um Evrópusæti
Leikmenn Lazio svekktir á meðan leikmenn Torino fagna jöfnunarmarkinu
Leikmenn Lazio svekktir á meðan leikmenn Torino fagna jöfnunarmarkinu
Mynd: EPA
Lazio hefur aðeins nælt í tvö stig í síðustu þremur leikjum og er að dragast aftur úr í baráttunni um Evrópusæti.

Liðið tók á móti Torino í kvöld og Adam Marusic kom Lazio yfir með góðu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

Gvidas Gineitis kom inn á sem varamaður hjá Torino og hann tryggði liðinu stig með marki þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lazio er í 7. sæti með 52 stig, jafn mörg stig og Roma sem er í 6. sæti. Torino er í 11. sæti með 39 stig.

Verona og Parma gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag. Parma er í fallbaráttunni en liðið komst þremur stigum frá fallsæti eftir úrslitin í dag. Liðið er stigi á undan Íslendingaliði Lecce og sex stigum á undan Íslendingaliði Venezia.

Verona 0 - 0 Parma

Lazio 1 - 1 Torino
1-0 Adam Marusic ('57 )
1-1 Gvidas Gineitis ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner
banner
banner