Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amad Diallo gæti snúið aftur fyrir lok tímabilsins
Mynd: EPA
Fjölmiðlar greina frá því að kantmaðurinn knái Amad Diallo gæti náð að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrir lok enska úrvalsdeildartímabilsins.

Amad meiddist á ökkla í febrúar og var greint frá því að hann yrði frá keppni út tímabilið, en bataferlið hefur gengið betur en búist var við.

Læknateymi Rauðu djöflanna ætlar ekki að taka neinar áhættur með þennan 22 ára gamla leikmann sem var meðal bestu leikmanna liðsins undir stjórn Rúben Amorim.

Amad gæti snúið aftur á völlinn í maí. Þann mánuðinn á Man Utd leiki við Brentford, West Ham, Chelsea og Aston Villa auk útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar ef liðið verður enn þar inni.
Athugasemdir
banner
banner