Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 01. apríl 2025 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fær Sveindís fleiri mínútur með nýjum þjálfara?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tommy Stroot, þjálfari kvennaliðs Wolfsburg, hefur sagt upp störfum hjá félaginu í kjölfar þess að liðið féll úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tap gegn Barcelona, samanlagt 10-2.

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður liðsins en hún hefur verið ósátt við skort á tækifærum undir stjórn Stroot.

Hún hefur komið við sögu í 27 leikjum á tímabilinu og hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu. Hún hefur skorað sjö mörk.

Vonandi fær hún stærra hlutverk hjá nýjum þjálfara en félagið mun tilkynna nýjan þjálfara á næstunni.

Wolfsburg er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 41 stig eftir 18 umferðir, sex stigum á eftir toppliði Bayern.
Athugasemdir
banner
banner