Arsenal og Tottenham munu mætast í æfingaleik í Hong Kong í sumar en það verður í fyrsta sinn sem Norður-Lundúnaslagur verður leikinn utan Bretlandseyja.
Liðin mætast á Kai Tak leikvangnum þann 31. júlí og er hluti af fótboltafestivali í Hong Kong en 26. júlí mætast þar Liverpool og AC Milan.
Liðin mætast á Kai Tak leikvangnum þann 31. júlí og er hluti af fótboltafestivali í Hong Kong en 26. júlí mætast þar Liverpool og AC Milan.
Manchester United mun spila tvo æfingaleiki í Hong Kong og Malasíu eftir tímabilið en fer svo til Bandaríkjanna í undirbúningi fyrir næsta tímabil.
Chelsea og Manchester City hefur ekki tekið ákvörðun um sín undirbúningstímabil en bæði lið verða með á HM félagsliða sem fer af stað 15. júní.
Athugasemdir