
Það er óveður á höfuðborgarsvæðinu í dag en viðureign Álftaness gegn Haukum fór samt af stað og var staðan orðin 0-3 fyrir Hauka þegar flautað var til hálfleiks.
Ákveðið var að bíða með að spila seinni hálfleikinn þar til á morgun, en Haukar eru svo gott sem búnir að sigra viðureignina.
30.03.2025 16:49
Veðrið hefur áhrif á leiki dagsins - Leik hætt á Álftanesi og eldingar í Kópavogi
Óliver Þorkelsson skoraði tvennu og gerði Alexander Aron Tómasson eitt mark, en Álftnesingar eru aðeins tíu eftir inni á vellinum eftir að Hilmir Ingi Jóhannesson fékk að líta beint rautt spjald.
Það tókst þó að klára viðureign Hamars gegn Skallagrími sem fór fram í Hveragerði. Þar höfðu gestirnir frá Borgarnesi betur eftir framlengdan leik.
Alejandro Serralvo Gomez kom Skallagrími yfir í fyrri hálfleik en Ástmar Kristinn Elvarsson jafnaði fyrir Hvergerðinga og tókst þannig að knýja leikinn í framlengingu.
Alejandro kom gestunum yfir á nýjan leik á 111. mínútu, skömmu áður en Sveinn Mikael Ottósson gerði út um viðureignina. Lokatölur 1-3 fyrir Skallagrím.
Álftanes 0 - 3 Haukar
0-1 Óliver Þorkelsson ('3 )
0-2 Alexander Aron Tómasson ('29 )
0-3 Óliver Þorkelsson ('39 )
Seinni hálfleikur eftir
Rautt spjald: Hilmir Ingi Jóhannesson, Álftanes ('32)
Hamar 1 - 3 Skallagrímur
0-1 Alejandro Serralvo Gomez ('31 )
1-1 Ástmar Kristinn Elvarsson ('55 )
1-2 Alejandro Serralvo Gomez ('111 )
1-3 Sveinn Mikael Ottósson ('117 )
Hamar Stefán Þór Hannesson (46') (m), Ingimar Þorvaldsson, Ricardo Henrique Ferreira De Carvalho (77'), Ástmar Kristinn Elvarsson (111'), Rodrigo Leonel Depetris, Ragnar Ingi Þorsteinsson, Kristófer Örn Kristmarsson (46'), Darri Már Garðarsson, Markús Andri Daníelsson Martin (66'), Arnór Ingi Davíðsson, Daníel Ben Daníelsson
Varamenn Hákon Snær Hjaltested (66'), Viktor Berg Benediktsson (46'), Matthías Ásgeir Ramos Rocha, Árni Vikar Sigurðsson (111'), Alfreð Snær Valdimarsson (77'), Kristjan Örn Marko Stosic, Ísak Sindri Daníelsson Martin (46') (m)
Skallagrímur Elís Dofri G Gylfason (87'), Kristján Karl Hallgrímsson, Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson (69'), Þórður Ellertsson (87'), Declan Joseph Redmond (60'), Snorri Kristleifsson, Arnar Eiríksson (60'), Alejandro Serralvo Gomez, Sigurjón Ari Guðmundsson, Elvar Þór Guðjónsson, Sveinn Mikael Ottósson
Varamenn Stefan Pavlovic, Halldór Grétar Sigurbjörnsson (87), Adam Jörri Völundarson, Dagur Smári Pétursson (69), Kristján Einar Arinbjarnarson (60), Hörður Óli Þórðarson (87), Ólafur Bjarki Stefánsson (60)
Athugasemdir