Kjartan Kári Halldórsson vann sér inn marga plúsa frá stuðningsmönnum FH þegar hann hafnaði Val í vetur og ákvað að vera áfram í Hafnarfirðinum. Víkingur sýndi honum einnig áhuga.
Kjartan er lykilmaður FH-inga og er búist við gríðarlega miklu frá honum á tímabilinu eins og rætt var um í Niðurtalningunni.
Kjartan er lykilmaður FH-inga og er búist við gríðarlega miklu frá honum á tímabilinu eins og rætt var um í Niðurtalningunni.
Af hverju ætti hann að fara í Val?
„Hann slær í gegn með Gróttu í 1. deildinni og fer út, hlutirnir ganga ekki alveg upp. Hann kemur á láni til FH og FH kaupir hann svo. Hann er bara að þakka fyrir sig, fyrir traustið," segir Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður FH, í þættinum.
„Af hverju ætti hann að fara í Val? Segjum að hann verði besti leikmaður FH á tímabilinu og haldi áfram að bæta í. Þá er hann bara seldur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. Og eins og ég segi, af hverju ætti hann að fara í Val? Er eitthvað skemmtilegt í gangi í Val?"
Freyr Árnason, annar stuðningsmaður FH, var einnig í þættinum.
„Ef hann heldur áfram sínu striki þá verður hann farinn í júlí. Hann er að fara í fyrsta sinn í tímabil undir pressu, það var ekki pressa á honum í fyrra," segir Freyr
„Ég held að hann muni standa undir því. Hann er ofboðslega góður í fótbolta og með atvinnumannalöpp eins og sagt er. Hann hélt tryggð og er greinilega klár og er ekki að flýta sér til að fá mögulega einhverja nokkra þúsundkalla meira hjá öðru félagi," segir Magnús.
Í þættinum er rætt um komandi tímabil hjá FH en mikið hefur verið í umræðunni að þeir þurfi að bæta við sig miðverði.
„Er enginn erlendur miðvörður sem FH gæti fengið? Sama með íslenska markaðinn. Þetta er búið að liggja fyrir í nokkuð langan tíma. Ég vona að við fáum frétt en mér finnst það ólíklegt úr þessu að það detti inn miðvörður," segir Magnús en þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan eða í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir