Spænski miðjumaðurinn Isco var í byrjunarliði Real Betis sem lagði Sevilla að velli í efstu deild spænska boltans í gærkvöldi.
Isco lagði upp í 2-1 sigri og átti brasilíski kantmaðurinn Antony góðan leik þó honum hafi ekki komist á blað.
Isco og félagar í Betis hafa miklar mætur á Antony sem hefur verið lykilmaður frá komu sinni á lánssamningi frá Manchester United.
Markaðsvirði hans hefur verið að hækka með góðri frammistöðu og var Isco spurður út í framtíð Antony.
„ Það lítur út fyrir að við þurfum að hefja söfnun til að geta keypt Antony til félagsins," sagði Isco meðal annars eftir sigurinn og glotti.
Athugasemdir