Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Með hausinn á réttum stað
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha hjá Wolves segist hafa hafnað tilboðum um að fara frá Úlfunum í janúarglugganum, en hefur sagt félaginu að hann þurfi að taka næsta skref á ferlinum þar sem hann vilji berjast um titla á stærsta sviðinu.

Þessi fyrrum leikmaður Atletico Madrid er með 62,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sem hann skrifaði undir í febrúar.

Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur ekki áhyggjur af því að Cunha sé með einbeitinguna á röngum stað.

„Hann er með hausinn á réttum stað. Þetta er nútíðin, hvað gerist í framtíðinni veit ég ekki," segir Pereira en Wolves, sem er í 17. sæti, mætir West Ham á morgun.

„Hann veit hvað hann getur afrekað. Hann er toppleikmaður og það er eðlilegt að hann sé með metnað til að vinna titla. Það er náttúrulegt. Það mikilvægasta er samt að hann sé tilbúinn að hjálpa liðinu og aðstoða okkur við að ná okkar markmiðum. Sjáum hvað gerist eftir tímabilið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner