Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 10:41
Elvar Geir Magnússon
Einbeiting Trent sé ekki á framtíð sinni
Trent er að vinna að því að ná sér góðum af meiðslum.
Trent er að vinna að því að ná sér góðum af meiðslum.
Mynd: EPA
Arne Slot stjóri Liverpool segir að varnarmaðurinn Trent Alexander-Arnold sé með fulla einbeitingu að því að jafna sig af meiðslum. Hann segir leikmanninn ekki vera að einbeita sér að framtíðinni en allt virðist benda til að hann færi sig til Real Madrid í sumar.

Alexander-Arnold missti af leikjum Englands í landsleikjaglugganum eftir að hann meiddist á ökkla í tapi Liverpool gegn Paris St-Germain í Meistaradeildinni.

„Staðan á honum er sú að hann er því miður meiddur. Hann er með alla einbeitingu á því að ná sér góðum af meiðslum og við reynum að hjálpa honum," segir Slot.

Auk Alexander-Arnold eru samningar fyrirliðans Virgil van Dijk og sóknarmannsins Mohamed Salah að renna út og óvissa ríkir um framtíð þeirra.

„Þetta er staða sem hefur verið lengi. Þessir þrír leikmenn hafa allir spilað vel við þessar aðstæður svo þær hafa ekki nein áhrif á mig," segir Slot en Liverpool, sem er með tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni þegar níu umferðir eru eftir, mætir Everton á Anfield annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner