Erling Haaland klúðraði vítaspyrnu og dauðafæri áður en hann skoraði jöfnunarmark Manchester City í 1-2 sigri gegn Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.
Haaland þurfti að fara meiddur af velli á 61. mínútu og kom Omar Marmoush inn af bekknum. Það tók Marmoush um tvær mínútur að skora sigurmark leiksins eftir undirbúning frá Nico O'Reilly.
„Ég veit ekki hversu alvarleg meiðsli Haaland eru," sagði Pep Guardiola þegar hann var spurður að leikslokum. Haaland tók um hnéð á sér og bað strax um skiptingu.
Haaland var með hlífðarstígvél á leiðinni af leikvangi Bournemouth eftir sigurinn og mun gangast undir rannsóknir á morgun.
Athugasemdir