Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Selfoss mætir ÍH í toppslag í Lengjubikar kvenna.
Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og mætast klukkan 18:00 í dag, á Selfossi.
Liðin eigast við í lokaleik riðilsins og eru hnífjöfn á markatölu, en ÍH hefur toppsætið sem stendur vegna fleiri skoraðra marka. ÍH er með 24 skoruð mörk og Selfoss 23.
Þá ætti seinni hálfleikur í viðureign Álftaness gegn Haukum að vera spilaður á morgun eftir að hætt var leik í hálfleik í gær vegna óveðurs. Staðan er 0-3 fyrir Hauka og fékk leikmaður heimamanna rautt spjald svo þeir eru aðeins tíu eftir á vellinum.
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
18:00 Selfoss-ÍH (JÁVERK-völlurinn)
Mjólkurbikar karla
Álftanes 0 - 3 Haukar (OnePlus völlurinn)
Athugasemdir