Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern og Muller funda í vikunni um næstu skref
Mynd: EPA
Thomas Müller, goðsögn hjá Bayern Munchen, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að hann muni funda með félaginu í vikunni og ekki nema eitthvað óvænt komi upp þá mun hann ekki skrifa undir nýjan samning. Þar verður helst rætt um hvor aðilinn muni tilkynna ákvörðunina fyrir almenning.

Bayern vill spara launakostnað en leikmaðurinn sjálfur vill vera áfram í eitt ár til viðbótar.

Félagið sér fyrir sér að fá hann til starfa á bakvið tjöldin en það verður ekki í nánustu framtíð. Müller er orðinn 35 ára og hefur aðeisn komið við sögu í 8 leikjum á tímabilinu. Búist er við að næsti áfangastaður verði fyrir utan Þýskaland.
Athugasemdir
banner