Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 01. apríl 2025 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Eiður Sæbjörnsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alveg nóg að mæta Bergvini einu sinni.
Alveg nóg að mæta Bergvini einu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saknar öskranna.
Saknar öskranna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Come again?
Come again?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýktur en skemmtilegur.
Ýktur en skemmtilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unplayable.
Unplayable.
Mynd: Mummi Lú
Ósk uppfyllt.
Ósk uppfyllt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arteta biður um þolinmæði.
Arteta biður um þolinmæði.
Mynd: EPA
Why Micah, why?
Why Micah, why?
Mynd: EPA
Eiður er framherji sem vakti athygli síðasta sumar þegar hann lék með HK í Bestu deildinni. Hann lék með HK í næstefstu deild 2016-18 en fór svo í venslaliðið, Ými, og fór að raða inn mörkum í 3. og 4. deild. Hann sneri svo aftur í HK á síðasta tímabili en í fyrsta leik rotaðist hann eftir örfáar sekúndur og var frá í nokkrar vikur.

Hann sneri svo aftur og stimplaði sig laglega inn hjá aðdáendum Bestu deildarinnar þegar hann skoraði tvennu gegn KR. Hann samdi svo við KR í vetur og hefur verið nokkuð iðinn við kolann með liðinu í vetur. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Eiður Gauti Sæbjörnsson

Gælunafn: einstaka sinnum kallaður Gautinho

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: tíu ár á tökkunum eins og Aron Þórður segir

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ætli það hafi ekki verið einhver æfingaleikur með HK árið 2015, því miður man ég samt ekkert eftir honum

Uppáhalds drykkur: Boring svar en verð að segja íslenska vatnið

Uppáhalds matsölustaður: Bombay Bazaar. Svo er Maikai helvíti gott, sérstaklega þegar Áki Halls er mættur niðrá gólf að græja skál

Hvernig bíl áttu: Eldgamlan Peugeot sem ég fékk gefins frá afa mínum, gæða kaggi en hann er alveg að detta í sundur því miður

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Set allt í sjóði hjá Stefni, geitin í sjóðastýringarleiknum. Annars eru rafmyntir ekkert annað en scam

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Allt annað en Breaking Bad er rangt svar

Uppáhalds tónlistarmaður: Samkvæmt Spotify wrapped er það Clubdub

Uppáhalds hlaðvarp: Ekki mikill podcast maður en ef ég hlusta á eitthvað þá er það Chess After Dark eða Betkastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Grammið

Uppáhalds tölvuleikur: Held ég sé með nokkra mánuði í game time í Call of Duty, var gríðarlega öflugur spilari

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Flakka á milli .net, vísi og keldunnar

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi og Sveppi eru helvíti fyndnir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pósturinn að láta mig vita að takkaskórnir mínir væru mættir á pósthúsið

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Klæðist Blikatreyjunni seint

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ótrúlegt en satt þá var það í úrslitakeppninni í 4. deildinni árið 2022 þegar við í Ými mættum Einherja. Þar var einhver gæi frá Moldavíu sem hafði spilað með FC Sheriff í Evrópukeppni nokkrum árum áður, hann var ekkert eðlilega góður, skil ekki hvernig hann endaði á Vopnafirði í 4. deildinni en það sýnir bara gæðin í neðri deildunum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en Óskar er í sérflokki. Ómar og Raggi voru öflugt duo líka, á þeim mikið að þakka.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bergvin Fannar Helgason, hef aðeins mætt honum einu sinni en það var alveg nóg

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi og Thierry Henry

Sætasti sigurinn: Förum aftur í úrslitakeppnina í 4. deildinni árið 2022 þegar rosalegasti knattspyrnuleikur í sögu neðri deildanna átti sér stað. Under the lights í Fagralundinum, Kópavogsslagur af bestu gerð, Ýmir vs. KFK. Framlengt eftir 180 mín af stáli í stál, KFK skorar á 118 mín og halda að þeir séu að tryggja sig áfram þegar Fannar Gauti settur tvö í smettið á þeim í uppbótartíma og allt tjúllast. Veit ekki hversu mörg rauð spjöld fóru á loft en þau voru mörg.
Svo get ekki sleppt því að nefna 3-2 sigurinn á móti KR í sumar, fyrsta startið, fyrsta markið og fyrsti sigurinn í Bestu deildinni.

Mestu vonbrigðin: Klárlega að falla með HK í fyrra, og það á markatölu

Uppáhalds lið í enska: Arsenal, óheppnir með meiðsli í ár en tökum þetta á næsta ári

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að hafa Arnar Frey fyrir aftan sig öskrandi á allt og alla, sakna þess

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alexander Rafn er sturlað talent og svo á Róbert Elís Hlynsson eftir að ná langt, hrotta löpp á gæjanum.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Finnur Tómas vildi endilega fá þennan titil, gefum honum það

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þær eru allar glæsilegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Thierry Henry, glæpur að maðurinn hafi aldrei unnið Ballon d’or

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Stoppa tímann þegar boltinn er ekki í leik og setja 60 mín leikklukku, geggjað concept að geta sett buzzer beater í leik

Uppáhalds staður á Íslandi: Eins og Gunnar I. Birgisson sagði, það er gott að búa í Kópavogi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekki í leik en í æfingaferð árið 2017 eða 2018, þegar ég var 18 ára, var ég sleginn utanundir af Marc Ausland á djamminu af því ég skildi ekki orð af því sem hann var að segja. Hann laumaði svo 100 evru seðli í rassvasann á mér og við skildum sáttir.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekkert sérstakt nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég tek yfirleitt playoffs í NBA og NFL og svo fylgist maður aðeins með golfinu og pílunni inn á milli

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Danskan var þreytt, enda algjör óþarfi

Vandræðalegasta augnablik: Minnir að ég hafi kallað Ómar pabba á æfingu í sumar, það var svolítið spes

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Tæki Reyni Haralds, Áka Halls og Hákon Inga, held ég myndi ekki ná andanum allt kvöldið

Bestur/best í klefanum og af hverju: Gyrðir Hrafn er öflugur, hef aldrei kynnst ýktari manni en djöfull hefur maður gaman að honum

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Aron Þórður í The Apprentice væri gott stuff, corporate monster

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Eiginlega sturluð staðreynd að ég er að spila fyrir KR, fyrir minna en ári síðan var ég að gíra mig upp í baráttuna í 4. deildinni

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Sig, gæinn er unplayable þegar hann er í gír

Hverju laugstu síðast: Sagði við vinnufélaga að mottan hans færi honum vel, hún gerir það alls ekki því miður

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arteta hvort “Trust the process” sé bara fancy leið til að segja að þetta gæti tekið helvíti langan tíma

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hvet alla til að mæta á völlinn í sumar að fylgjast með Óskar ball og áfram KR!
Athugasemdir
banner
banner
banner