Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 16:05
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Wood geti spilað gegn Man Utd
Mynd: EPA
Chris Wood, sóknarmaður Nottingham Forest, er að jafna sig eftir meiðsli á mjöðm sem hann hlaut í landsliðsverkefni með Nýja-Sjálandi fyrr í þessum mánuði.

Wood, sem er 33 ára, hefur verið magnaður á þessu tímabili og skorað 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann missti af sigurleik Forest gegn Brighton í 8-liða úrslitum FA-bikarsins um helgina.

Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, vildi ekki gefa upp hvort Wood gæti spilað gegn Manchester United annað kvöld.

„Hann verður betri með hverjum degi. Við þurfum að skoða stöðuna hvern dag," sagði Nuno á fréttamannafundi í dag.

Forest er í þriðja sæti og stefna á að tryggja sér óvænt Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner