Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mbappe verður goðsögn hjá Real Madrid eins og Ronaldo"
Mynd: EPA
Real Madrid er að undirbúa sig fyrir seinni undanúrslitaleikinn gegn Real Sociedad á morgun. Real Madrid vann fyrri leikinn 1-0.

Kylian Mbappe kemur sjóðandi heitur inn í leikinn en hann hefur skorað 33 mörk á tímabilinu. Það er næst besti árangur leikmanns á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid, hann jafnaði árangur Cristiano Ronaldo og Ruud van NIstelrooy þegar hann skoraði tvennu í 3-2 sigri gegn Leganes um helgina.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, trúir því að Mbappe verði goðsögn hjá félaginu.

„Kylian Mbappe verður goðsögn hjá Real Madrid eins og Cristiano Ronaldo. Ég leyfi honum að vera hann sjálfur og geri ráð fyrir því að hann nái jafn góðum árangri og Ronaldo hjá Real Madrid. Getur hann það? Já, ég tel að hann geti það."

Ronaldo vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina fjórum sinnum hjá Real Madrid. Hann skoraði 450 mörk í 438 leikjum í hvítu treyjunni.
Athugasemdir
banner