Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Getur eitthvað annað lið en Breiðablik og Víkingur gert atlögu að titlinum?
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má ganga að því vísu að Víkingur eða Breiðablik verði í efsta sæti í öllum spám fyrir mótið í Bestu deildinni.

Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net var spurt: Telur þú að eitthvað annað lið en Breiðablik og Víkingur geti gert atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í ár? - Um 59% svöruðu þeirri spurningu neitandi.

Gunnlaugur Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net en hann sér ekki að annað lið sé líklegt til að blanda sér í slaginn.

„Nei ég sé það ekki. Valur ætlar sér að vera hérna en ég veit ekki hvað segja um þá. Spurning er hvort Túfa nær að búa til liðsheild sem brennur fyrir að ná úrslitum fyrir félagið, þannig hefur það ekki verið undanfarin ár," segir Gunnlaugur.

„Þeir eru með hópinn, þetta er nægilega sterkur hópur til að taka þátt í titilbaráttu, það er engin spurning. Þetta snýst um hvort þeir nái að búa til þennan drifkraft."
Útvarpsþátturinn - A&B, vika í Bestu og Dóri Árna
Athugasemdir
banner
banner