Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fallegt að sjá hversu mikið fólkið okkar elskar og virðir Saka"
Mynd: EPA
Bukayo Saka snéri aftur á völlinn í kvöld eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru. Hann gat ekki beðið um betri byrjun.

Hann kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik gegn Fulham og skoraði seinna mark Arsenal í 2-1 sigri tæpum tíu mínútum síðar.

„Það var fallegt að sjá hversu mikið fólkið okkar elskar og virðir Saka. Það besta voru viðbrögðin, hann fór og þakkaði læknateyminu fyrir," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Liðið varð hins vegar fyrir áfalli þegar brasilíski varnarmaðurinn Gabriel þurfti að fara af velli eftir stundafjórðung.

Athugasemdir
banner
banner