Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pellegrini: Engin tilviljun að Man Utd borgaði 100 milljónir fyrir Antony
Mynd: EPA
Real Betis hefur notið góðs af því að hafa fengið Antony á láni frá Man Utd í janúar en hann gekk til liðs við United frá Ajax fyrir 80 milljónir punda eða tæplega 100 milljónir evra.

Hann hefur staðið sig mjög vel og er vel metinn af samherjum og starfsliði Betis, hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í átta leikjum í spænsku deildinni.

Manuel Pellegrini, stjóri Betis, hrósaði honum í hástert eftir 2-1 sigur á gegn Sevilla í gær.

„Það er engin tilviljun þegar það er borgað 100 milljónir evra fyrir hann. Antony er að sýna fram á getu sína. Hann er einbeittur á að klára sóknirnar og senda boltann fyrir. Hann sýnir mikla auðmýkt til að þróast á ferlinum því hann er enn mjög ungur," sagði Pellegrini.

Isco, leikmaður Betis, hrósaði einnig brasilíska leikmanninum eftir leikinn og vonast til að hann verði áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner