Framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool er í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Liverpool fær granna sína í Everton í heimsókn í úrvalsdeildinni á morgun. Salah hefur sjaldan verið eins góður eins og á þessu tímabili. Hann hefur skorað 32 mörk og lagt upp 22 í 43 leikjum.
Liverpool fær granna sína í Everton í heimsókn í úrvalsdeildinni á morgun. Salah hefur sjaldan verið eins góður eins og á þessu tímabili. Hann hefur skorað 32 mörk og lagt upp 22 í 43 leikjum.
„Hann er að eiga ótrúlegt tímabil með Liverpool. Hann er einn besti leikmaður þessara kynslóðar, ekki bara á þessu tímabili, hann hefur verið svo stöðugur, skorað helling af mörkum. Spilar nánast alla leiki," sagði David Moyes, stjóri Everton.
Moyes sló á létta strengi þegar hann var spurður að því hvort Salah væri einn af bestu leikmönnum í sögu deildarinnar.
„Já, við munum njóta þess að skutla honum út á flugvöll og koma honum burt héðan," sagði Moyes og hló.
Athugasemdir