Marco Silva, stjóri Fulham, segir að miðjumaðurinn Emile Smith Rowe þurfi að finna meiri stöðugleika. Smith Rowe kom frá Arsenal fyrir tímabilið. Hann hefur mikla hæfileika en stuðningsmenn Fulham bjuggust við meiru frá honum.
Smith Rowe fékk harða gagnrýni frá stuðningsmönnum Fulham eftir 0-3 tap gegn Crystal Palace í bikarnum um helgina.
Smith Rowe fékk harða gagnrýni frá stuðningsmönnum Fulham eftir 0-3 tap gegn Crystal Palace í bikarnum um helgina.
„Þetta hefur verið upp og niður hjá honum. Það er kannski skiljanlegt hjá leikmanni sem hefur ekki fengið að spila nægilega mikið síðustu tvö ár," segir Silva.
„Hann fór vel af stað hjá okkur en eftir annan landsleikjagluggann datt hann aðeins niður, desembermánuður var erfiður fyrir hann. Eftir það hefur hann átt nokkra góða leiki og aðra ekki eins góða. Hann þarf að finna stöðugleika."
„Ég efast ekki um hæfileika hans og gæði en það eru miklar kröfur í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað mikið hjá okkur og ég hef séð hann hafa góð áhrif í um helming leikja. Við erum að reyna að hjálpa honum til að hafa enn meiri áhrif."
Athugasemdir