Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meiri meiðslavandræði í varnarlínu Bayern
Hiroki Ito hefur verið mikið meiddur frá komu sinni til Bayern.
Hiroki Ito hefur verið mikið meiddur frá komu sinni til Bayern.
Mynd: FC Bayern
Það hafa meiðslavandræði verið að herja á varnarlínu FC Bayern þessa dagana. Japanski varnarmaðurinn Hiroki Ito verður frá keppni út tímabilið og berast þessar fregnir aðeins skömmu eftir að Alphonso Davies sleit krossband í landsliðsverkefni með Kanada.

Ito er 25 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem varnartengiliður og vinstri bakvörður. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Stuttgart undanfarin ár og er búinn að standa sig vel í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað með Bayern.

Ito missti af fyrstu sex mánuðunum hjá Bayern eftir að hafa brotið bein í fæti. Hann snéri aftur á völlinn í febrúar og kom við sögu í átta leikjum áður en hann lenti aftur í sömu meiðslum í sigri gegn St. Pauli á föstudagskvöldið. Ito er aftur búinn að brjóta bein í fæti og verður því frá keppni næstu mánuðina, eða út tímabilið hið minnsta. Ekki er ljóst hvort hann missi af HM félagsliða sem fer fram í sumar.

Varnarmennirnir Dayot Upamecano og Tarek Buchmann eru einnig á meiðslalista FC Bayern ásamt Aleksandar Pavlovic og Kingsley Coman.

Bayern er með sex stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar, þegar sjö umferðir eru eftir, og spilar við Ítalíumeistara Inter í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner