
Undir lok norska félagaskiptagluggans vildi félag í norsku B-deildinni fá Þorstein Aron Antonsson í sínar raðir frá HK.
Þorsteinn Aron er 21 árs miðvörður sem HK keypti frá Val í vetur. Hann er fyrrum unglingalandsliðsmaður og á að baki einn leik fyrir U21 landsliðið.
Þorsteinn Aron er 21 árs miðvörður sem HK keypti frá Val í vetur. Hann er fyrrum unglingalandsliðsmaður og á að baki einn leik fyrir U21 landsliðið.
Samkvæmt heimildum var ónefnt félag í næstefstu deild Noregs að velja á milli tveggja leikmanna og var Þorsteinn Aron annar þeirra. Norska félagið náði ekki samkomulagi við HK.
Hann á að vera í lykilhlutverki hjá HK sem setur stefnuna aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr deildinni síðasta haust.
Athugasemdir