Yassine Cheuko er lífvörður Lionel Messi en hann hefur fylgt argentíska fótboltamanninum eins og skugginn undanfarið.
Það á einnig við um á fótboltaleikjum en hann hefur verið á hliðarlínunni til að koma í veg fyrir að nokkur maður komist nálægt Messi.
Það á einnig við um á fótboltaleikjum en hann hefur verið á hliðarlínunni til að koma í veg fyrir að nokkur maður komist nálægt Messi.
Cheuko greindi frá því að bandaríska MLS deildin hafi meinað honum að standa á hliðarlínunni í framtíðinni.
„Ég var í sjö ár í Evrópu að vinna hjá Ligue 1 (frönsku deildinni) og í Meistaradeildinni, aðeins sex einstaklingar komust á völlinn. Undanfarna 20 mánuði hafa sextán manns gert þetta hér í Bandaríkjunum. Ég er ekki vandamálið, leyfið mér að hjálpa Messi," sagði Cheuko.
Cheuko vonast til að geta hjálpað Bandaríkjunum og allri álfunni að gera betur í gæslu á fótboltavöllum.
„Ég elska MLS og CONCACAF en við þurfum að vinna saman. Ég elska að hjálpa, ég er ekki betri en einhver annar en ég er með mikla reynslu frá Evrópu. Ég virði ákvörðun þeirra en ég trúi því að við getum gert betur," sagði Cheuko.
Athugasemdir