Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   sun 30. mars 2025 15:31
Brynjar Ingi Erluson
Glódís sneri aftur í sigri á Karólínu - Hlín spilaði í jafntefli gegn Tottenham
Glódís Perla spilaði í vörn Bayern
Glódís Perla spilaði í vörn Bayern
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sneri aftur í byrjunarlið Bayern München er liðið vann Bayer Leverkusen, 2-0, í Íslendingaslag í þýsku deildinni í dag.

Síðustu vikur hefur Glódís verið að glíma við hnémeiðsli og ekki spilað í fjórum af sex leikjum eftir síðasta landsleikjaglugga.

Hún var á bekknum í báðum leikjunum gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og ekki í hópnum gegn Köln og Hoffenheim.

Glódís mætti aftur í liðið í dag og var þá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er á láni hjá Leverkusen frá Bayern, í liði gestanna.

Karólína fór af velli á 66. mínútu og Glódís síðan sextán mínútum síðar. Bayern er með 47 stig á toppnum, sex stigum meira en Eintracht Frankfurt á meðan Leverkusen er í 4. sæti með 36 stig.

Emilia Kiær Ásgeirsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leipzig sem gerði 1-1 jafntefli við Freiburg. Leipzig er í 7. sæti með 27 stig en liðið var að gera jafntefli annan leikinn í röð.

Hlín Eiríksdóttir kom inn af bekknum hjá Leicester í 1-1 jafntefli gegn Tottenham í WSL-deildinni á Englandi. Hún lék síðustu tuttugu mínúturnar, en Hlín kom til félagsins frá Kristianstad í byrjun árs. Leicester er í 10. sæti með 16 stig, níu stigum fyrir ofan botnsætið.

María Þórisdóttir var á meðan í byrjunarliði Brighton sem tapaði fyrir Manchester City, 2-1, á heimavelli. Brighton er í 5. sæti með 22 stig, þrettán stigum frá City sem er í fjórða sætinu.

Daníela Dögg Guðnadóttir lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Álasundi sem gerði markalaust jafntefli við Asane í norsku B-deildinni. Daníela spilaði síðustu þrettán mínútur leiksins en Álasund er með 4 stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner