Arsenal mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Bukayo Saka mun líklega spila sinn fyrsta leik fyrir Arsenal eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði á fréttamannafundi í dag að Saka yrði mögulega í byrjunarliðinu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði á fréttamannafundi í dag að Saka yrði mögulega í byrjunarliðinu.
„Bukayo er gríðarlega öflugt vopn. Við vitum hvaða áhrif hann hefur á liðið og hversu mikilvægur hann er. Það er frábært að fá hann til baka," segir Arteta.
Arsenal er tólf stigum á eftir Liverpool í deildinni en liðið á spennandi einvígi framundan gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og svo sannarlega gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn liðsins að Saka sé klár í slaginn að nýju.
Athugasemdir