Empoli 0 - 3 Bologna
0-1 Riccardo Orsolini ('23 )
0-2 Thijs Dallinga ('29 )
0-3 Thijs Dallinga ('51 )
0-1 Riccardo Orsolini ('23 )
0-2 Thijs Dallinga ('29 )
0-3 Thijs Dallinga ('51 )
Bologna er í ansi góðri stöðu eftir sigur á Empoli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítalska bikarsins í kvöld.
Riccardo Orsolini kom Bologna yfir eftir fyrirgjöf frá Jens Odgaard. Aðeins sex mínútum síðar bætti Thijs Dallinga við öðru markinu. 2-0 var staðan í hálfleik.
Dallinga bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki Bologna við snemma í seinni hálfleik og innsiglaði sigur liðsins.
Liðið er því í góðri stöðu fyrir heimaleikinn sem fram fer þann 24. apríl. AC Milan og Inter Milan eigast við í hinum undanúrslitaleiknum en fyrri leikurinn fer fram á morgun.
Athugasemdir