Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres orðinn helsta skotmark Arsenal
Gyökeres er búinn að skora 85 mörk og gefa 26 stoðsendingar í 92 leikjum á tæpum tveimur árum hjá Sporting.
Gyökeres er búinn að skora 85 mörk og gefa 26 stoðsendingar í 92 leikjum á tæpum tveimur árum hjá Sporting.
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að sænski framherjinn Viktor Gyökeres sé orðinn efstur á óskalista Arsenal. Eitt mikilvægasta verkefni Andrea Berta, nýs yfirmanns fótboltamála hjá Arsenal, er að kaupa inn nýjan framherja.

Arsenal hefur verið sterklega orðað við Alexander Isak, samlanda Gyökeres, en Newcastle vill ekki selja framherjann sinn. Gyökeres er ódýrari kostur þar sem hann er með söluákvæði í samningi sínum við Sporting, sem hljóðar upp á 100 milljónir evra. Ýmsir fjölmiðlar halda því þó fram að Gyökeres sé með heiðurmannasamkomulag við stjórnendur Sporting um að selja sig fyrir lægri upphæð í sumar.

Það verður þó ekki auðvelt að hafa betur í kapphlaupinu um Gyökeres sem er einn af eftirsóttustu framherjum fótboltaheimsins um þessar mundir.

Gyökeres er 26 ára gamall og hefur skorað 42 mörk í 42 leikjum það sem af er tímabils með Sporting, auk þess að gefa 11 stoðsendingar. Gyökeres skoraði þá 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 6 leikjum í Þjóðadeildinni í fyrra.

Annar framherji sem Arsenal hefur mikinn áhuga á er Benjamin Sesko hjá RB Leipzig, sem er með söluákvæði sem hljóðar upp á 75 milljónir evra.

Gabriel Jesus og Kai Havertz eru framherjar Arsenal en þeir eru báðir að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner