Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að Anthony Gordon muni snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Gordon þurfti að draga sig úr enska landsliðshópnum í liðnum glugga.
„Hann er með mjög ljótt mar á lærinu. En hann er byrjaður að hlaupa. Hann er ekki byrjaður að æfa með hópnum en við búumst við því að hann geri það á næstu dögum," segir Howe.
Gordon hafði misst af 1-0 sigri Newcastle gegn West Ham og úrslitaleiknum gegn Liverpool í deildabikarnum eftir að hann fékk rautt spjald í tapinu gegn Brighton í FA-bikarnum þann 2. mars.
Gordon meiddist á mjöðm eftir að hann kom inn sem varamaður í sigri Englands gegn Albaníu þann 21. mars og missti af leiknum gegn Lettlandi.
Á fréttamannafundinum í dag sagði Howe líka frá því að óvíst væri hvort Jamal Lascelles myndi snúa aftur áður en tímabilinu lýkur og þá þá er Fabian Schar búinn að samþykkja nýjan samning.
Athugasemdir