Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland þarf að hitta sérfræðing - Vonast til að spila meira á tímabilinu
Mynd: EPA
Erling Haaland, framherji Manchester City, meiddist í sigri liðsins gegn Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins í gær.

Hann fór í rannsóknir í dag en þarf að fara að hitta sérfræðing til að hægt sé að greina alvarleika meiðslanna. Haaland þurfti að fara af velli eftir klukkutíma leik í gær vegna ökklameiðsla.

Man City vonast eftir við því að hann muni geta tekið frekari þátt á tímabilinu og verði því til taks þegar City tekur þátt á HM Félagsliða í sumar.

Haaland hefur skorað 30 mörk í 40 leikjum fyrir Man City á tímabilinu.


Athugasemdir
banner