Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sjötti í röð hjá Betis - Valencia fjarlægist fallsvæðið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Betis vann sjötta sigurinn í röð í La Liga þegar liðið tók á móti Sevilla í kvöld.

Rúben Vargas kom gestunum frá Sevilla yfir en Johnny Cardoso og Cucho Hernández snéru stöðunni við fyrir leikhlé. Antony lék allan leikinn í liði Betis og átti Isco stoðsendingu.

Betis var sterkari aðilinn í leiknum og gaf fá færi á sér. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölurnar því 2-1 fyrir Betis, sem er í baráttu við Villarreal um fimmta sæti deildarinnar.

Sevilla siglir áfram lygnan sjó um miðja deild, níu stigum fyrir ofan fallsæti og ellefu stigum frá Evrópu.

Valencia sigraði þá 1-0 á heimavelli gegn Mallorca, þar sem Diego López skoraði eina markið í jöfnum og tíðindalitlum leik.

Mallorca er sjö stigum frá Evrópusæti eftir þetta tap, en sigurinn er afar dýrmætur fyrir Carlos Corberán og lærlinga hans í liði Valencia. Þeir eru núna fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Athletic Bilbao gerði að lokum markalaust jafntefli við Osasuna. Bræðurnir öflugu Nico og Inaki Williams byrjuðu leikinn en tókst ekki að skora.

Athletic var sterkara liðið í dag en skapaði sér þó ekki mikið af færum. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum fyrir ofan næstu lið.

Athletic 0 - 0 Osasuna

Betis 2 - 1 Sevilla
0-1 Ruben Vargas ('17 )
1-1 Johnny Cardoso ('25 )
2-1 Cucho Hernandez ('45 )

Valencia 1 - 0 Mallorca
1-0 Diego Lopez Noguerol ('50 )
Athugasemdir
banner
banner