Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Mögnuð endurkoma tryggði ÍA titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík/Njarðvík 3 - 4 ÍA
1-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('16 )
2-0 Eydís María Waagfjörð ('32 )
3-0 Ása Björg Einarsdóttir ('42 )
3-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('45 )
3-2 Júlía Rán Bjarnadóttir ('53 , Sjálfsmark)
3-3 Nadía Steinunn Elíasdóttir ('82 )
3-4 Eydís María Waagfjörð ('88 , Sjálfsmark)

Grindavík/Njarðvík spilaði við ÍA í B-deild Lengjubikars kvenna í dag og leiddi 3-1 eftir að hafa átt frábæran fyrri hálfleik í Nettóhöllinni.

Tinna Hrönn Einarsdóttir, Eydís María Waagfjörð og Ása Björg Einarsdóttir komu Grindavík/Njarðvík í þriggja marka forystu áður en Erla Karítas Jóhannesdóttir minnkaði muninn.

Skagakonur tóku völdin í síðari hálfleik og tókst þeim að skora þrjú mörk til að snúa stöðunni sér í hag og innsigla nauman sigur. Stúlkurnar af Reykjanesinu voru óheppnar að skora tvö sjálfsmörk í síðari hálfleiknum.

Lokatölur urðu 3-4 og er ÍA búið að tryggja sér toppsæti B-deildar Lengjubikarsins þar sem liðið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Skagakonur eiga eftir að spila einn leik í viðbót, á heimavelli gegn ÍBV, og geta endað mótið með fullt hús stiga með sigri þar.

Grindavík/Njarðvík María Martínez López (m), Viktoría Sól Sævarsdóttir, Brookelynn Paige Entz (75'), Anna Rakel Snorradóttir, Katrín Lilja Ármannsdóttir (46'), Eydís María Waagfjörð (90'), Danai Kaldaridou (46'), Tinna Hrönn Einarsdóttir (85'), Ása Björg Einarsdóttir (90'), Sigríður Emma F. Jónsdóttir, Júlía Rán Bjarnadóttir
Varamenn Birta Eiríksdóttir (46'), Kamilla Ósk Jensdóttir (90'), Rakel Rós Unnarsdóttir (46'), Danieline Baquiran (90'), Svanhildur Röfn Róbertsdóttir (85'), Ingibjörg Erla Sigurðardóttir (75'), Irma Rún Blöndal (m)

ÍA Klil Keshwar (46') (m), Madison Brooke Schwartzenberger, Anna Þóra Hannesdóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir (90'), Erna Björt Elíasdóttir (88'), Elizabeth Bueckers (78'), Bríet Sunna Gunnarsdóttir (46'), Sunna Rún Sigurðardóttir, Hugrún Stefnisdóttir (46'), Selma Dögg Þorsteinsdóttir, Vala María Sturludóttir
Varamenn Þórkatla Þyrí Sturludóttir, Lára Ósk Albertsdóttir (46), Aþena Líf Vilhjálmsdóttir (90), Nadía Steinunn Elíasdóttir (78), Thelma Björg Rafnkelsdóttir (88), Birgitta Lilja Sigurðardóttir (46), Salka Hrafns Elvarsdóttir (46) (m)
Athugasemdir
banner