Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski ætlar að halda áfram: Enginn munur á tölfræðinni
Mynd: Barcelona
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur verið í miklu stuði með Barcelona á tímabilinu þrátt fyrir hækkandi aldur.

Lewandowski, sem verður 37 ára í ágúst, er búinn að skora 38 mörk í 42 leikjum með Barcelona á tímabilinu. Honum líður vel og bendir á að markatölfræðin sín sé svipuð núna og fyrir nokkrum árum þegar hnan var leikmaður FC Bayern.

„Fólk talar mikið um aldurinn minn en ég þekki sjálfan mig og líkamann minn vel. Ég er ennþá með metnað og held líkamanum mínum alltaf í toppstandi. Ég vil spila í hæsta gæðaflokki í nokkur ár til viðbótar," segir Lewandowski, sem á rúmt ár eftir af samningi við Barca.

„Mér líður mjög vel líkamlega og ég finn engan mun á sjálfum mér núna miðað við fyrir nokkrum árum síðan. Tölfræðin er líka sú sama."

Lewandowski er goðsögn hjá pólska landsliðinu þar sem hann hefur skorað 85 mörk í 158 leikjum og sinnir algjöru lykilhlutverki þar.
Athugasemdir
banner
banner