Ralf Rangnick var í viðræðum við Bayern um að taka við liðinu í sumar en hann hafnaði því tækifæri. Þýski miðillinn Bild greinir frá því að hann gæti tekið við öðru starfi hjá Bayern.
Hann og Uli Höness, stjórnarmaður hjá Bayern, hafa verið í miklum samskiptum en Bayern segir að Rangnick gæti tekið að sér svipað starf og Jurgen Klopp er í hjá Red Bull.
Hann myndi þá hafa yfirumsjón yfir yngri flokkastarfi félagsins og njósnateyminu.
Rangnick er landsliðsþjálfari Austurríkis en talið er að sambandið milli hans og austuríska sambandsins sé ekki gott.
Athugasemdir