Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 14:04
Elvar Geir Magnússon
Maður leiksins fékk fjóra eggjabakka
Jan de Boer.
Jan de Boer.
Mynd: Bryne
Norska félagið Bryne er komið með þann sið að besti leikmaður liðsins á heimaleikjum fær egg í verðlaun.

Liðið mætti norska stórliðinu Bodö/Glimt í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar og tapaði 1-0.

Markvörðurinn Jan de Boer var valinn maður leiksins en hann hélt Bryne inn í leiknum og varði vítaspyrnu.

Hollendingurinn fékk fjóra eggjabakka en virtist reyndar ekkert rosalega ánægður með verðlaunin enda svekktur eftir tapið.

Bryne er stolt af því að vera kallað 'sveitalið' og stuðningsmenn liðsins hrópa oft á leikjum 'Við erum bændur og stoltir af því'. Þá er hægt að horfa á leiki úr traktor á hliðarlínunni.


Athugasemdir
banner
banner