Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ætla ekki að vera stimplaðir sem versta lið sögunnar
Mynd: EPA
Ivan Juric, stjóri Southampton, skorar á leikmenn sína að sanna að þeir séu ekki versta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Southampton er á leið niður í Championship-deildina en liðið er aðeins með 9 stig eftir 29 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Derby County á metið yfir lægsta stigafjölda, liðið fékk 11 stig tímabilið 2007-08 og er oft kallað versta lið í sögu deildarinnar.

„Liðið þarf að keppa og reyna að gera sitt besta. Menn þurfa að gíra sig upp. Ég vil ekki að við fáum þann stimpil að vera versta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar," segir Juric.

Southampton hefur tapað fimm síðustu úrvalsdeildarleikjum og fær Crystal Palace í heimsókn annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 21 8 1 69 27 +42 71
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Man City 30 15 6 9 56 40 +16 51
5 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
6 Newcastle 29 14 6 9 47 38 +9 48
7 Brighton 30 12 12 6 48 42 +6 48
8 Aston Villa 30 12 10 8 41 45 -4 46
9 Bournemouth 30 12 9 9 48 36 +12 45
10 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
11 Brentford 30 12 6 12 50 45 +5 42
12 Crystal Palace 29 10 9 10 36 34 +2 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Everton 30 7 14 9 32 36 -4 35
15 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 3 9 18 28 62 -34 18
19 Leicester 30 4 5 21 25 66 -41 17
20 Southampton 30 3 3 24 22 70 -48 12
Athugasemdir
banner
banner