
Kvennalandsliðið hefur hafið æfingar í undirbúningi sínum fyrir þá tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli verður spilað á AVIS-vellinum, heimavelli Þróttar.
Íslenska liðið æfði á vellinum í morgun en Hafliði Breiðfjörð mætti með myndavélina.
Íslenska liðið æfði á vellinum í morgun en Hafliði Breiðfjörð mætti með myndavélina.
Ísland mætir Noregi föstudaginn 4. apríl og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikirnir hefjast kl. 16:45.
Miðasala á leikina fer fram hjá Stubb
Í gær var tilkynnt um breytingu á hópnum en Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði verður ekki með í verkefninu vegna meiðsla.
Athugasemdir