Samkvæmt enska götublaðinu The Sun þá telur Liverpool sig hafa unnið baráttuna um Milos Kerkez, vinstri bakvörð Bournemouth.
Þessi 21 ára bakvörður hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Bournemouth. Hann spilar af mikilli ákefð og hefur komið að mikilvægum mörkum en hann er með fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Þessi 21 ára bakvörður hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Bournemouth. Hann spilar af mikilli ákefð og hefur komið að mikilvægum mörkum en hann er með fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Liverpool vill fá Kerkez í sínar raðir og samkvæmt Sun telur félagið sig hafa unnið baráttuna um hann.
Kerkez er metinn á um 50 milljónir punda.
Kerkez er einn eftirsóttasti bakvörður Evrópuboltans og framtíð bakvarðarins Andy Robertson hjá Liverpool er talin í óvissu. Frammistaða hans er talin hafa farið niður á við.
Athugasemdir