Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   sun 30. mars 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Skelfileg varnarmistök urðu Atalanta að falli í Flórens
Moise Kean stal boltanum af Isak Hien og skoraði sigurmark Fiorentina
Moise Kean stal boltanum af Isak Hien og skoraði sigurmark Fiorentina
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina unnu 1-0 sigur á Atalanta í 30. umferð Seríu A á Ítalíu í dag en slæm varnarmistök urðu Atalanta að falli.

Moise Kean, einn heitasti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili, skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks er hann stal boltanum af sænska varnarmanninum Isak Hien við miðju, hljóp óáreittur inn að teignum og skoraði.

Þetta var 21. mark Kean í öllum keppnum á þessu tímabili og er sá aldeilis að finna sig í treyju Flórensarliðsins.

Albert var á sínum stað í byrjunarliðinu og komst nálægt því að skora snemma í síðari hálfleiknum en vippaði boltanum yfir markið eftir sendingu Rolando Mandragora. Íslenski landsliðsmaðurinn fór síðan af velli á 67. mínútu fyrir Lucas Beltran.

Varnarleikur FIorentina var traustur í dag. Atalanta átti níu tilraunir en engin þeirra hæfði markið.

Fiorentina fer upp í 7. sæti deildarinnar með 51 stig en Atalanta í 3. sæti með 58 stig.

Cagliari vann þá Monza 3-0. Nicolas Viola, Gianluca Gaetano og Zito Luvombo skoruðu mörk Cagliari sem komu öll í síðari hálfleiknum.

Cagliari er í 15. sæti með 29 stig en Monza áfram á botninum með aðeins 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cagliari 3 - 0 Monza
1-0 Nicolas Viola ('49 )
2-0 Gianluca Gaetano ('73 )
3-0 Zito Luvumbo ('90 )

Fiorentina 1 - 0 Atalanta
1-0 Moise Kean ('45 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner
banner