Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís kom við sögu í stórsgri - Beerensteyn með fernu
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg 5 - 1 Essen
1-0 M Hegering ('10)
1-1 L Purtscheller ('26)
2-1 Lineth Beerensteyn ('41)
3-1 Lineth Beerensteyn ('56)
3-1 Lineth Beerensteyn, misnotað víti ('60)
4-1 Lineth Beerensteyn ('66)
5-1 Lineth Beerensteyn ('84)

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í stórsigri Wolfsburg gegn SGS Essen í efstu deild kvenna í Þýskalandi.

Lineth Beerensteyn var í byrjunarliðinu og fór á kostum í dag, þar sem hún skoraði fernu í 5-1 sigri.

Staðan var 2-1 í hálfleik og skiptu heimakonur um gír eftir leikhlé, þar sem Beerensteyn klúðraði meðal annars vítaspyrnu.

Essen átti aldrei möguleika og styrkir Wolfsburg stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Liðið er í baráttu við Eintracht Frankfurt um annað sætið en er heilum sex stigum á eftir Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllum í toppliði FC Bayern.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 18 15 2 1 46 12 +34 47
2 Eintracht Frankfurt W 18 13 2 3 59 18 +41 41
3 Wolfsburg W 18 13 2 3 47 15 +32 41
4 Bayer W 18 11 3 4 32 16 +16 36
5 Freiburg W 18 10 3 5 29 25 +4 33
6 Hoffenheim W 18 10 0 8 38 23 +15 30
7 RB Leipzig W 18 8 3 7 28 29 -1 27
8 Werder W 18 7 2 9 21 34 -13 23
9 Essen W 18 4 4 10 18 26 -8 16
10 Carl Zeiss Jena W 18 1 4 13 6 35 -29 7
11 Koln W 18 1 4 13 11 45 -34 7
12 Potsdam W 18 0 1 17 4 61 -57 1
Athugasemdir
banner
banner