Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 01. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var ekki í náðinni hjá Mourinho og er kominn til Bandaríkjanna
Mynd: EPA
Fenerbahce rifti samningnum við hinn 28 ára gamla Ryan Kent fyrir fimm mánuðum síðan, aðeins 16 mánuðum eftir að hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Hann hefur nú skrifað undir samning hjá Seattle Sounders í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Samningurinn gildir út tímabilið með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Kent lenti í veseni í Tyrklandi en hann spilaði aðeins 19 leiki. Hann var ekki talinn henta leikstíl Jose Mourinho og hafnaði tækifæri á að ganga til liðs við Lazio sem fór illa í forráðamenn Fenerbahce.

Kent er uppalinn hjá Liverpool en hann gekk til liðs við Rangers árið 2019 þar sem hann var þar til árið 2023 þegar hann gekk til liðs við Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner