Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Þriðju deildarlið sló bikarmeistarana úr leik
Jonathan Tah mun ekki lyfta bikarnum í þetta sinn
Jonathan Tah mun ekki lyfta bikarnum í þetta sinn
Mynd: EPA
Arminia Bielefeld 2 - 1 Bayer
0-1 Jonathan Tah ('17 )
1-1 Marius Worl ('20 )
2-1 Maximilian Grosser ('45 )

Þýsku bikarmeistararnir í Leverkusen eru úr leik eftir tap gegn Armenia Bielefeld í undanúrslitum í kvöld.

Jonathan Tah kom Leverkusen yfir eftir rúmlega stundafjórðung þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir að Amine Adli skallaði boltann í átt að marki eftir hornspyrnu.

Marius Wörl jafnaði metin fyrir Bielefeld þegar hann vann boltann inn á teignum.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks tryggði Max Grosser Bielefeld sigurinn þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.

Bielefeld sem er í 4. sæti í þriðju efstu deild mætir annað hvort Stuttgart eða RB Leipzig í úrslitum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner