Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney skilur Trent - „Það var freistandi fyrir mig að fara"
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, er sagður vera með tilboð á borðinu frá Real Madrid og vilji ólmur fara til Spánar í sumar.

Þessi 26 ára gamli Englendingur er uppalinn hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út í sumar.


Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man Utd og Everton, segist skilja ákvörðun Trent að fara til Spánar.

„Ef hann fer til Real Madrid í sumar, gott og blessað. Það var einu sinni freistandi fyrir mig að fara til stórliðs á Spáni," sagði Rooney.

„Hann er 26 ára og er að verða samningslaus, hann er í þeirri stöðu að skuldbinda sig við Liverpool út ferilinn eða fara til Real sem vill augljóslega fá hann. Ef hann fer frá Liverpool myndi maður velta því fyrir sér hvers vegna, því þetta er Real sem við erum að tala um, það er ekki hægt að efast um þetta skref."

Rooney var spurður út í áhuga spænskra liða á sér á sínum tíma.

„Það var líklegt í nokkra daga að ég færi til Real en ég hugsaði mest um Barcelona. Ég hugsaði hvernig ég myndi passa inn í lið með Lionel Messi, Andres Iniesta, Xavi og Sergio Busquets innanborðs," sagði Rooney.
Athugasemdir
banner
banner