Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, hefur verið orðaður við Real Madrid en Ruben Amorim, stjóri United, segir að hann sé ekki á förum.
„Við erum með stjórn á þessu og mér finnst hann vera mjög ánægður hérna, sérstaklega því hann skilur hvað við viljum gera og hann er einn af stuðningsmönnum liðsins," sagði Amorim.
Fernandes hefur fengið gagnrýni fyrir að vera ekki góður fyrirliði en Amorim er ósammála því.
„Þessi pirringur sem menn sjá á honum og telja að sé ekki jákvætt hjá fyrirliða er vegna þess að hann vill þetta svo mikið. Þetta er leikmaður sem við viljum og hann er ekki að fara neitt því ég hef sagt honum það."
Athugasemdir