Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   mán 31. mars 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire og Yoro í hóp á morgun en ekki Shaw
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Manchester United er ósigrað í síðustu fjórum úrvalsdeildarleikjum. Liðið situr í þrettánda sæti og leikur á morgun útileik gegn Nottingham Forest sem hefur átt magnað tímabil.

Rúben Amorim greindi frá því í dag að varnarmaðurinn Harry Maguire og Leny Yoro væru báðir klárir í slaginn eftir meiðsli og verða í hóp á morgun.

„Luke Shaw er ekki tilbúinn. Hann er byrjaður að æfa með liðinu að einhverju leyti en við erum að byggja hann upp," segir Amorim.

„Mason Mount er orðinn betri, Kobbie Mainoo er nálægt því að vera klár, Jonny Evans er á batavegi og Lisandro Martínez er meiddur."

Þá kom Amorim með jákvæðar fréttir af hinum unga varnarmanni Ayden Heaven.

„Meiðslin eru ekki eins alvarleg og óttast var. Hann er ekki tilbúinn að spila en hann mun klárlega spila aftur áður en tímabilið er búið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner